Linsusalat með tómötum og ætiþistlum

06 Nov 2014

Þetta salat er gott sem meðlæti með kjöt-, fiski- eða grænmetisréttum eða sem hluti af máltíð með samloku og súpu.

• 170 g/2 dl linsur, Puy, þurrkaðar
• 80 g/11/2 dl sólþurrkaðir tómatar í kryddlegi
• 80 g/11/2 dl ætiþistlar marineraðir í olíu
• 4 tsk ólífuolía
• 1/2 dl Balsamico, edik
• 1 tsk hvítlaukur eða hvítlauksmauk
• 1 tsk Herbamare jurtasalt

Hreinsið hugsanlegar skemmdar linsur og smásteina í burtu og skolið linsurnar vel. 

Setjið linsurnar í vatn (þrefalt vatnsmagn þeirrar þyngdar sem á að sjóða) og látið suðuna koma upp. Sjóðið við vægan hita í um 15 mínútur. Hellið vatninu af linsunum og kælið. Skerið sólþurrkuðu tómatana í litla bita. Skerið ætiþistlana í litla bita. 

Blandið ólífuolíu, balsamediki, pressuðum hvítlauk/hvítlauksmauki, jurtasalti, sólþurrkuðum tómötum og ætiþistlum saman við linsurnar.

Verði þér að góðu!