Of hátt kólesteról

16 Dec 2014

Sæl Inga.

Ég var að greinast með heldur hátt kólesterol. Er hægt að lækka það með breyttu mataræði?

Hvað er þá best að borða? Get ég fundið lista yfir það á netinu?

Ég er aðeins of þung en það stendur til bóta.

Kv. GJ

Sæl GJ.

Takk fyrir spurninguna.

Jú, í lang flestum tilfellum hjálpar mjög mikið að breyta mataræðinu.

Í dag vitum við að það sem hjálpar mest, er að passa að halda blóðsykrinum jöfnum yfir daginn og vara sig á öllu sem inniheldur sykur. Einnig er gott að forðast einföld kolvetni. Þá er ég að meina hvítt hveiti, hvítt pasta, hvít hrísgrjón og slíkt.

Það er mikilvægt að borða vel af gæða próteini, kjöti, fiski, eggjum og baunum. Einnig að vera dugleg að borða vel af fæðu sem inniheldur góða fitu, s.s. hnetur, fræ, og síkt.

Ekki hræðast fituna, sérstaklega ekki þá sem þú finnur í góðum kaldhreinsuðum olíum, hnetum og fræum.

Það er líka mikilvægt að borða vel af grænmeti en passa að missa sig ekki allt of mikið í ávextina. Þeir eru jú mjög sætir og geta ruglað blóðsykurinn talsvert.

Að mínu mati er Axel F. Sigurðsson hjartalæknir með puttan á púlsinum hvað þetta varðar og endilega kíktu inn á síðuna hans, www.mataraedi.is.

Hvað varðar bætiefni, þá er ýmsilegt sem getur hjálpað. Omega 3(til dæmis Salmon oil), Guggul, hvítlaukur, glucomannan trefjar og fl. Þú getur séð hugmyndir hér til hægri á síðunni.

Gangi þér vel!

Kær kveðja,

Inga