Hreinsun og Triphala

04 Mar 2015

Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti skrifar

Nú er tilvalinn til þess að hreinsa aðeins. Gott þykir að taka smá hreinsun einu sinni til tvisvar sinnum á ári. 

Líkaminn á auðvitað að sjá um þessa hreingerningu sjálfkrafa, en það vill brenna við að sökum anna við fjölmörg verkefni þá þarf hann svolitla hvatningu til að ganga til verks. Ímyndið ykkur álagið sem mannslíkaminn er undir alla daga. Það þarf að stjórna öllum líkamskerfum, passa upp á jafnvægi hormóna, boðefna og hvað þetta heitir nú allt saman. 

Það getur því hent, að svona hreingerning sem er gott að gera eins og áður segir falli niður um nokkur sæti í forgangsröðuninni og þess vegna þurfum við að veita líkamanum alla þá hjálp sem við getum boðið honum. 

Það er um að gera að taka mataræðið svolítið föstum tökum. Minnka át á kökum, sælgæti, söltum reyktum og sykruðum mat. Drekka minna kaffi og áfengi en meira vatn og jurtate. Þetta eru nú engin ný sannindi.

Svo eru ýmis bætiefni sem geta hjálpað. Allskyns jurtablöndur sem hjálpa til við úthreinsun og byggja upp sterka og góða meltingu. Mannslíkaminn losar sig að stórum hluta við óhreinindi og úrgang með hægðum, já, já engan tepruskap! Það er einfaldlega nausðynlegt að losa sig við hægðir allavega einu sinni á dag. Það vantar ansi mikið upp á slíkt hjá mörgum. 

Því dettur mér í hug að minnast á Triphala blönduna sem getur hjálpað til við að koma hægðunum í lag. Triphala er blanda 3ja ávaxta sem hafa hreinsandi og mjög uppbyggjandi áhrif á meltingarfærin. Blandan getur ýtt undir reglulegri hægðir, betri næringaefnaupptöku, heilbrigðari þarmaflóru og mýkt og grætt upp slímhúð meltingarvegarins. 

Já og eitt í viðbót, Triphala getur einnig hjálpað til við þyngdarstjórnun, þar sem blandan virðist hafa áhrif á hormón sem gefur til kynna þegar líkaminn er saddur og sæll. Bless, bless ofát! 

Triphala á sér rætur í ævagömlum ayurvedískum læknisfræðum og hefur verð notuð með góðum árangri í um 2000 ár. Það er eitthvað! Því ekki að prófa?

Gleðilega hreingerningu!

TRIPHALA
•    Hreinsandi
•    Stuðlar að reg luleg um hægðum
•    Bætir næringarefnaupptöku
•    Kemur jafnvægi á þarmaflóruna
•    Hjálpar til við þyngdarstjórnun

Þú færð Triphala í næsta Heilsuhúsi og einnig í netverslun. Smelltu hér