DREGUR MJÖG ÚR VÖÐVABÓLGU

16 Mar 2015

Það er segin saga að ef líkamann skortir góða fitu þá leiðir það gjarnan til vöðvabólgu í hálsi og öxlum

Það er segin saga að ef líkamann skortir góða fitu þá leiðir það gjarnan til vöðvabólgu í hálsi og öxlum. Omega fitursýrur eru huga og holdi lífsnauðsynlegar að mati allra næringarfræðinga sem benda fólki á að neyta helst matar þar sem þessar sýrur er að finna í ríkum mæli, en það eru t.d. hnetur, fræ og fiskur. Allt önnur og verri fita er svokölluð transfita úr kexi og kökum og unnum mat og skyndibita, en fræðingar benda á að miklar sveiflur í blóðsykri, altso þegar skokkurinn er pumpaður upp af skyndilegri óhollustu ýti verulega undir bólguástand í líkamanum.

Lykilatriði sé að koma stjórn á blóðsykurinn með því að minnka eða sleppa sykuráti og borða helst eingöngu heilkornavörur, s.s. hýðishrísgrjón, heilhveiti og heilkorna pasta í stað þess hvíta.

Pistill fengin af www.hringbraut.is