Heimalagað snakk fyrir krakka

07 Apr 2015

Það er mikilvægt að koma hollustu í litla kroppa en það getur reynst snúið og stundum þarf að hugsa út fyrir boxið til að ná að koma t.d. bráðhollu grænkáli í blessuð börnin.

 

Kál snakk með stökku „ostabragði”

  •     2 pokar  grænkál
  •     2 bollar kasjúhnetur - látnar liggja í bleyti í a.m.k. 60 mín.
  •     1/2 bolli chiafræ - má láta þau liggja í bleyti með kasjúhnetunum
  •     1 stk rauð paprika
  •     2 stk  sítrónur kreistar
  •     1/2 bolli næringarger (nutritional yeast)
  •     2 msk Sonnentor turmeric
  •     1 tsk sjávarsalt
  •     svartur pipar eftir smekk.
  •  

Setjið allt hráefnið fyrir utan grænkálið í blandara. Skerið kálið í bita og hellið maukinu yfir. Blandið öllu vel saman við kálið, notið hendurnar. Dreifið á þrjár ofnplötur með smjörpappír og bakið í tvær klukkustundir á 110°C.

Rótið kálinu til eftir rúma klukkustund í ofninum svo það bakist jafnt.