Ilmkjarnaolíur gagnast öllum

25 Nov 2015

llmkjarnaolíur hafa verið notaðar af mannkyninu í lækningaskyni langt aftur í aldir. Vitneskjan um hvernig þær eru notaðar hefur byggt á reynslu kynslóðanna en þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á olíunum sýna að virkni þeirra hefur mikil áhrif á heilsufar og andlega líðan.

Notkun ilmkjarnaolíanna er lífstíll út af fyrir sig fyrir heimilið og margt fleira.

 

Í Heilsuhúsinu er mikið úrval af ilmkjarnaolíum og starfsfólkið fullt af fróðleik fyrir þá sem vilja vita meira. Hér koma nokkur dæmi um hvernig er hægt að nota ilmkjarnaolíurnar okkar.

Til að  fá ferskan ilm í rúmfötin og sofa betur er snilld að nota örfá dropa af Lavender ilmkjarnaolíu í stað mýkingarefnis eða með mýkingarefninu.

Til að sótthreinsa þvottavélina og koma í veg fyrir myglu er gott að setja Tea Tree olíu og þvo á 60 gráðum. Vélin verður eins og ný og öll vond lykt er á bak og burt. Tea Tree olían vikar einnig til að vinna gegn vondri lykt af skóm eða íþróttáfötum.

Sítrónu ilmkjarnaolían er líka sniðug í ryksugupokann og alls staðar þar sem vond lykt er á ferð.

Búið til ykkar eigin heimilisilm með því að blanda nokkrum dropum af uppáhalds olíunum saman við vatn í úðabrúsa og úða heimilið með blöndunni. Pine og appelsínuolíurnar búa til frábæran heimilisilm. Clove, Cinnamon og Vanillu olíurnar eru líka frábærar.

Vissir þú að mýs þola ekki piparmintulykt? Um að gera að notfæra sér það í sumarbústaðnum og búa sér til piparmintukodda úr bómull og taui. Koma fyrir sem víðast um bústaðinn og mýsnar heyra sögunni til.

Ylangylang ilmkjarnaolían er upplífgandi og kynörvandi, róar steitu og kvíða. Einstakt sem ilmvatn. Gott gegn kvíða, depurð, streitu, taugaspennu og fyrirtíðarspennu.

Thyme ilmkjarnaolían er örvandi, uppbyggjandi og frábær gegn kvefi. Góð við vöðvaverkjum og öndunarerfiðleikum.

Sandalwood ilmkjarnaolían er upplífgandi, sensúal, notuð sem ilmvatn og er góð fyrir húðina. Góð gegn bólum og ofnæmi. Kynörvandi og gefur sterkan, sætan viðarilm.

Palmarosa ilmkjarnaolían er hressandi, upplífgandi, góð fyrir húðina og má nota sem létt ilmvatn. Góð fyrir blandaða, þurra og þrosk-aða húð og virkar gegn stressi og taugaspennu. Grænn rósailmur.

Grapefruit ilmkjarnaolían er hreinsandi, góð hjálp í detoxi, stinnir og örvar. Gott gegn appelsínuhúð og síþreytu og er vatnslosandi.

Lífrænt eða ólífrænt?

Sumar ilmkjarnaolíur eru ekki lífrænar og þær notum við þegar þær snerta okkur ekki beint, eins og t.d. í ryksugupokann, þvottavélina eða í skóna og önnur heimilisþrif. Við reynum frekar að nota lífrænar ilmkjarnaolíur þegar við berum þær á húðina eða tökum þær inn.

Kíktu í Heilsuhúsið og fáðu frekari ráðleggingar um þessar frábæru olíur. Einnig getur þú verslani í netverslun. Smelltu hér: