Beta Carotene frá Lifeplan

18 Apr 2016

Beta Carotene Complex blandan byggir upp og viðheldur fallegum og heilbrigðum húðlit.

Beta Carotene Complex inniheldur náttúrulegt beta karótín upprunið úr rauðþörungnum Sunaliella Salina sem inniheldur hátt magn andoxunarefna. Blandan inniheldur að auki lutein og kopar.

Karótín er rautt að lit, það er efnið sem gefur laxinum bleika litinn og að talið er einnig stökkkraftinn. Karótín hjálpar til við að byggja upp húðina og minnkar áhættuna á sólbruna. Vegna mikilla andoxunaráhrifa hefur karótínið einnig áhrif á þol og úthald. Lútein er skylt karótíni í virkni og er sérstaklega gott fyrir augun, en lútein er oft kallað augnvítamínið þar sem það hjálpar að viðhalda heilbrigði augnanna. Kopar er þekktur fyrir áhrif sín við að viðhalda heilbrigðum bandvef, hann hjálpar frumunum og verndar þær fyrir álagi og styður þannig við ónæmiskerfi líkamans. 
Koparinn hjálpar auk þess við að veita húðinni jafnan og fallegan lit.

Ráðlagður dagskammtur er ein tafla á dag, óhætt er að taka þetta litríka bætiefni inn eins lengi og þörf er á.

HELSTU KOSTIR BETA CAROTENE

  •     Ríkt af andoxunarefnum
  •     Jafnar húðlit 
  •     Minnkar líkur á sólbruna
  •     Eykur orkubúskap líkamans
  •     Styður ónæmiskerfið og viðheldur heilbrigðum járnforða