Vorhreingerning í sumarhúsinu!

22 Apr 2016

Náttúruleg hreinsiefni eru nauðsynleg í sumarhúsið til að rotþróin vinni vandræðalaust og sé sjálfbær, en ójafnvægi í vistkerfi rotþróarinnar getur fyllt hana óþarflega fljótt eða valdið ólykt.

 

Í Heilsuhúsinu er breitt úrval náttúrulegra hreinsiefna sem nýtast vel við vorhreingerningu og eru tilvalin í bústaðinn.

MAISON BELLE

Maison Belle vörurnar eru danskar hreinlætisvörur framleiddar með náttúruvernd og velferð neytandans að leiðarljósi. Vörurnar eru jafnframt öflugar til þrifa jafnt innanhúss sem utan-.

ECOVER

Ecover hreinsiefnin eru framleidd úr náttúrulegum steinefnum sem brotna niður auðveldlega í náttúrunni. Ecover á sér langa og farsæla sögu og hefur meginmarkmið fyrirtækisins alla tíð verið að hlúa að umhverfinu og heilbrigði notenda ásamt því að búa til samkeppnishæfa vöru. Að baki framleiðslunni liggja áralangar rannsóknir og eru efnin framleidd í „grænni” verksmiðju í San Fransisco.

Ecover framleiðir fjölbreytta vörulínu til heimilisþrifa; alhliða hreinisefni, uppþvottalög og hreinisefni í uppþvottavélar, baðherbergishreinsi, handsápur og þvotta- og mýkingarefni. 

Ecover umbúðirnar eru framleiddar úr sykurreyr og endurunnu plasti. Til að auka á umhverfsiverndina er hægt að fá áfyllingu á brúsana hjá Heilsuhúsinu.