Lífrænt vottað pasta framleitt á Íslandi nánar tiltekið í Hreðavatnsskála Borgarfirði. Pastað er einstakt að gæðum enda handverk hér á ferð, það tekur um 2 daga að framleiða hverja lotu þar sem pastað er þurrkað við vægan hita sem leiðir til þess að næringarefnin skemmast síður. Hráefnin eru öll lífrænt vottuð og eru þau mikil að gæðum, durum/semolina hveitið kemur frá Ítalíu og er DEMETER vottað, lífræn egg frá Nesbú og kryddin koma frá frönskum eðal birgja.