Sagan

Heilsuhúsið

Heilsuhúsið hóf starfsemi sína í desember 1979 að Skólavörðustíg 1a og fagnar því 40 ára afmæli á árinu 2019.

1993 -  starfsemi Heilsuhússins flyst í stærra húsnæði að Skólavörðustíg 4.
2001 -  verslunin flytur að Skólavörðustíg 12.
2009 -  verslunin er flutt að Laugavegi 20b þar sem hún er staðsett í dag.

Heilsuhúsið víkkar út starfsemi sína: 

1987 -  Heilsuhúsið opnaði annað útibú sitt í Kringlunni á sama tíma og Kringlan verslunarmiðsöð hóf starfsemi sína. 
1998 -  þriðja verslun Heilsuhússins opnuð í Smáratorgi við Smáratorg 1 í kópavogi. 
2005 -  fjórða verslun Heilsuhússins opnuð á Selfossi nánar tiltekið að Austurgötu 44. 
2006 -  fimmta verslun Heilsuhússins er opnuð í Lágmúla 5 í Reykjavík.
2008 -  sjötta verslun Heilsuhússins opnuð á Glerártorgi Akureyri.
2014 – sjöunda verslun Heilsuhússins opnar á netinu. 

Við erum stolt af því að geta þjónustað og boðið viðskipavinum okkar uppá gæði og fjölbreytt vöruúrval í fjórum verslunum á stórreykjavíkursvæðinu og tveimur á landsbyggðinni.  

Heilsuhúsið nútímavæddist í tilefni 35 ára afmælis árið 2014 og opnuðum við glæsilega netsíðu, www.heilsuhusid.is.  Þar getur þú fundið allt milli himins og jarðar er viðkemur heilsu og betri lífstíl, leitað svara við ýmsum spurningum,  kynnt þér heilsusamlegar og girnilegar uppskriftir og síðast en ekki síst getur þú nú verslað heilsuvörurnar á netinu hjá okkur.  Í netversluninni er að finna fjölbreytt vöruúrval bætiefna, snyrtivara, matvara og ýmislegt fleira.