Þegar kollagen framleiðslan minnkar byrja vefir líkamans að veikjast og það fer að bera á ýmsum öldrunareinkennum. Við verðum aðeins stirðari og við finnum fyrir verkjum í liðum og liðamótum. Áhrifanna gætir einnig í húðinni því með minni kollagen framleiðslu byrja að myndast hrukkur í húðinni og teygjanleiki hennar minnkar.