Ekolife Liposomal B complex 150ml

Ekolife Natura

Vörunúmer : 10149575

B hópurinn vinnur saman að ótalmörgum störfum í líkamanum. Sem hópur er hann t.d. ómissandi fyrir eðlileg efnaskipti og orkuvinnslu, starfssemi taugakerfis og virkni ónæmiskerfis.
Í liposomal formi nýtast þau betur og skila sér hraðar til frumanna.


4.053 kr
Fjöldi
B1 – thiamine
 • Á þátt í eðlilegri virkni hjartans
B2 – riboflavin
 • Á þátt í nýtingu járns
 • Mikilvægt fyrir sjónina
 • Á þátt í verndun fruma gegn sindurefnum
B3 – niacin
 • Mikilvægt fyrir orkuvinnslu og dregur úr þreytu
 • Styður við eðlilega geðheilsu
 • Mikilvægt fyrir húðina
B5 – pantothenic acid
 • Styður við eðlilega hormónastarfssemi, úrvinnslu D vítamíns og vissra taugaboðefna
 • Styður við eðlilega geðheilsu
B6 – pyridoxine
 • Stuðlar að hormónajafnvægi
 • Stuðlar að eðlilegri framleiðslu rauðra blóðkorna
 • Stuðlar að eðlilegri nýtingu prótína og kolvetna
B7 – biotin
 • Stuðlar að eðlilegum efnaskiptum og nýtingu næringarefna
 • Mikilvægt fyrir heilbrigði hárs, húðar og nagla
B9 – fólat
 • Mikilvægt fyrir eðlilegar frumuskiptingar og fósturþroska
 • Spilar mikilvægt hlutverk í myndun amínósýra og blóðs
B12 – hydroxocobalamin
 • Mikilvægt fyrir eðlilega framleiðslu rauðra blóðkorna og frumuskiptingar
 • Mikilvægt fyrir eðlilega orkuvinnslu og dregur úr þreytu

Hvað er liposomal bætiefni?

Liposomal tæknin er notuð til að gera næringarefni í bætiefnum auðnýtanlegri.

Það sem gerist í þessu ferli er að næringarefninu er blandað við fosfólípíð (fitu) sem myndar eins konar fituhjúp utan um næringarefnið. Allar frumur líkamans hafa fosfólipíð í frumuhimnunni. Þegar næringarefnið er komið í sömu pakkningar og fruman verður upptakan betri. Þegar liposomal næringarefnið hittir frumu má segja að það sameinist henni, smýgur mjög auðveldlega inn.

Liposomal tæknin ver næringarefnin líka fyrir ensímum, magasýrum og öðru í meltingarkerfinu sem getur haft áhrif á upptöku. Liposomal næringarefnið kemst hjá því að fara í gegn um allt meltingarkerfið og lifrina og kemst beint út í blóðrásina. Upptakan verður miklu skilvirkari og beinni og því henta liposomal bætiefni sérstaklega vel fyrir fólk sem á af einhverjum ástæðum erfitt með að nýta næringarefni. T.d. eldra fólk eða fólk með veika meltingu.

Tökum sem dæmi C vítamín sem er vatnsleysanlegt vítamín sem skolast yfirleitt mjög hratt út úr líkamanum. Með því að breyta því í liposomal C vítamín nýtist það miklu betur og yfir lengri tíma. Þú þarft því minna og nýtir næringuna betur.

Liposomal er almennt talin það form bætiefna sem nýtist hvað best. 

​Skammtur: 5ml á dag beint í munn
Geymið í kæli eftir opnun og neytið innan 60 daga

​Innihald í 5ml.
B3 vítamín (nicotinamide) 16mg, Inositol 10mg, B5 vítamín (pantothenic acid) 6mg, choline 5mg, PABA 2,5mg, B2 (riboflavin 5 phosfate) vítamín 1,4mg, B6 vítamín (pyridoxine hydrochloride) 1,4mg, B1 vítamín (thiamin hydrochloride) 1,1mg, B9 (5-methyltetrahydrafolic acid) 400mcg, B7 (D-biotin) 50mcg, B12 (hydroxocobalamin) 7,5mcg.

Vatn, xylitol, sólblómalesitín (non GMO), glycerol, xanthan gum, potassium sorbate, andoxunarefni: C vítamín (askorbínsýra) og E vítamín (d-alpha tocopherol), ananasbragð.

Aðrir hafa einnig keypt

Vinsælar vörur

Nýjar vörur

2 fyrir 1

Ecobag grænmetisnet miðstærð

Vrn: 10140961
1.271 kr