Skansk Aji lemon drop Hot Sósa meðalsterk 40 ml.

Skansk

Vörunúmer : 10149833

Þessi er í sérstöku uppáhaldi! Aji lemondrop pipar með ananas, ástaraldin og appelsínum. Hún er passlega sterk og klikkuð í alla s-ameríska matargerð. Passar líka einstaklega vel með fiski. Hristið fyrir notkun – sósan getur sest til því hún er alveg náttúruleg. Geymist í kælir eftir notkun. Lífræn – vegan – án aukaefna.


709 kr
Fjöldi

Hrikalega góðar og einstakar chili sósur frá Svíþjóð

Skansk chili er fjölskyldufyrirtæki sem ræktar hinar ýmsu tegundir af chili og framleiðir úr þeim þessar bragðmiklu og rótsterku sósur. Öll framleiðslan er lífrænt vottuð og án gervi- og rotvarnarefna.

Skansk chili býður upp á 12 mismunandi sósur til að gleðja alla bragðlauka. Þær eru mis sterkar og innihalda mismunandi tegundir af chili. Sumar eru hefðbundar á meðan aðrar eru spennandi nýjungar eins og habanero með villiberjum og chipotle með týtuberjum. 

Sósurnar eru frábærar beint úr flöskunni á hvað sem hugurinn girnist en líka snilld sem viðbót í ýmsa matargerð s.s. súpur, pottrétti, sósur og marineringar.