Svitalyktareyðir og ál

03 Oct 2014

Í ljósi umfjöllunar um skaðsemi svitalyktareyða viljum við hjá Heilsuhúsinu benda á að hjá okkur er að finna fjölmargar tegundir af svitalyktareyðum sem eru álfríir og án parabena, lífrænir og náttúrulegir. 

RÚV fjallaði um málið í byrjun mars og þar kom fram að nýleg dönsk rannsókn sýndi að mikið af áli (aluminíum) er að finna í algengum tegundum svitalyktareyðis og í nokkrum þeirra var álmagnið langt yfir viðmiðunarmörkum. Einnig kom fram í fréttinni að rannsóknir benda til að ál, sem lík-aminn tekur úr umhverfinu, valdi skaða á miðtaugakerfinu og jafnvel alvarlegum sjúkdómum.

Safni líkaminn áli í sig geti það haft áhrif á heilann og á möguleika fólks að eignast heilbrigð börn. Þá eru kenningar um að tengsl séu á milli svitalyktareyða og brjóstakrabbameins og um tengsl áls og heilasjúkdómsins alzheimers. Þá er vitað að fjórða hvert tilfelli ilmefnaofnæmis er af völdum svitalyktareyða. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa nú varað norska neytendur við að nota svitalyktareyða með áli, þar sem hætta sé á heilsutjóni og sjúkdómum.

Þú getur verið 100% viss um að allur svita-lyktareyðir sem fæst í Heilsuhúsinu er án þessa skaðlega efnis.

Kíktu við í næsta Heilsuhúsi og fáðu ráðleggingar eða verslaði hér í netverslun Heilsuhússins. 

Svitavarnir í netverslun hér: