Djúsaðu þig upp! Fáðu þér afsláttarkort!

05 Jan 2015

Nú er svo sannarlega rétti tíminn til að kíkja aðeins á það sem við látum ofan í okkur, nú þegar hátíðarnar eru að baki. Það var dásamlegt að borða góðan mat í desember og engin ástæða til þess að sjá eftir því að hafa gert vel við sig í mat og drykk. 

Djúsar, safar og þeytingar geta verið hreinsandi, orkugefandi og frábær uppspretta vítamína og annarrar næringar. Það sem þarf þó að passa upp á er að nota náttúrulegt hráefni, helst lífrænt og allra helst að sleppa öllum aukaefnum eins og sætuefnum og öðru slíku. 

Á Safabar Heilsuhússins getur þú fengið ávaxta- og grænmetissafa sem innihalda safa úr heilu kílói af lífrænt ræktuðu hráefni. Hér er ein uppskrift af Safabarnum, frábær safi sem afeitrar og er góður til að lækka kólesteról auk þess sem hann er góður fyrir húðina og bætir meltinguna. Fullkominn safi í janúar!

 

Sæluteygur
•    Lífrænar gulrætur
•    Lífrænt epli
•    Lífrænar appelsínur
•    Lífrænar sítrónur

 

Fáðu þér afsláttarkort!

Safabar Heilsuhússins býður viðskiptavinum sínum 10 djúsa afsláttarkort. Í hvert sinn sem þú kemur á Safabarinn sti

mplum við kortið og þegar kortið er fullstimplað færðu einn ókeypis safa eða þeyting. Safabarinn er í Heilsuhúsunum á Laugavegi, í Lágmúla og í Kringlunni. Komdu og náðu þér í kort! 

Á Safabarnum er heilmikið úrval. Í ávaxta- og grænmetisöfunum okkar er heilt kíló af lífrænu hráefni í einu glasi. Við bjóðum einnig próteinþeytinga sem eru eins og heil máltíð í glasi, stútfull af næringu og orku. Þá eru orkuskotin okkar úr hveitigrasi eða engifer afar vinsæl, enda algerar orkubombur.

Skoðaðu alla safina á Safabar Heilsuhússins hér!