Ráð við exemi

09 Jan 2015

Sæl.

Strákurinn minn er svo slæmur af barnaexemi sem virðist ekki ætla að vaxa af honum. Hann ber á sig rakakrem til að reyna að halda þessu niðri. Exemið hverfur á sumrin nema ekki s.l sumar. Hann hefur aldrei drukkið mjólk og hann tekur Ritalin. Hann verður mjög slæmur eftir sund. Er eitthvað sem þú getur ráðlagt mér? Mér datt í hug að hann vantaði kannski D vítamín en hann var reyndar að byrja að taka lýsi núna á ný byrjuðu ári.

Kv A

Sæl vertu A

Takk fyrir spurninguna.

Frá mínum bæjardyrum séð stafar exem lang oftast út frá því að viðkomandi er að borða eitthvað sem hann þolir illa. Mjög oft eru mjólkurvörur sökudólgurinn. Þú talar um að drengurinn þinn drekki ekki mjólk, en borðar hann aðrar mjólkurvörur? Þá er ég að meina jógúrt, skyr, ost smjör..... Ef svo er myndi ég ráðleggja honum að sleppa þeim líka. Nú ef hann borðar ekki þessa fæðu, þá gæti eitthvað annað verið að valda þessu. Er einhver fæða sem hann borðar mjög mikið af og er sólgin í? Það gæti nánast verið hvað sem er, egg, hveiti, glútenríkt korn, kartöflur, tómatar.... Það er nefninlega svo magnað að oft verður fólk mjög sólgið í fæðu sem það þolir illa. Ef þú fylgist með þessu þá gætir þú prófað að taka út þá fæðu sem þig grunar. Ef þetta vefst fyrir þér, þá endilega fáðu meiri hjálp með þetta hjá næringarþerapista.

Sonur þinn gæti haft mikið gagn af því að taka inn omega fitusýrur og þú nefnir að hann taki núna lýsi. Ég myndi ráðleggja honum olíu sem heitir Efalex, sem væri bæði góð fyrir húðina og eins ofvirknina (þú nefnir ritalin). Margir hafa líkað notað Hemp olíu með góðum árangri.

Ef hann er kominn yfir 11-12 ára aldurinn þá myndi ég líka gefa honum meira D vítamín, til viðbótar við það sem hann fær úr lýsinu.

Zink er efni með mikla húðverndandi eiginleika og myndi líklega gagnast honum líka varðandi ofvirknina. Um að gera að prófa það.

Það er um að gera að huga að þarmaflórunni hans og gefa honum vinveitta meltingargerla. Góð þarmaflóra skiptir miklu máli þegar kemur að húðvandamálum.

Svo er hægt að fá mjög góð græðikrem sem vinna vel utanfrá og um að gera að flýta fyrir batanum með góðu smyrsli.

Þú getur séð vörurnar sem ég vitna í hér til hægri á síðunni.

Gangi ykkur vel með þetta!

Inga næringarþerapisti

Copyright: injenerker / 123RF Stock Photo