Vinsælast 2014 - TOPP 10

15 Jan 2015

Það er alltaf gaman að skoða hvaða vörur hafa notið mestra vinsælda yfir liðið ár. Þessar vörur voru allra vinsælustu vörur Heilsuhússins árið 2014. Kíktu við hjá okkur! Þú getur auðvitað líka nálgast þær flestar í netverslun okkar.

Engiferskot
Þetta er engin tilviljun! Engiferskotið á Safabar Heilsuhússins er frábært orkuskot í amstri dagsins. Engifer nýtist líkamanum á ótal vegu; er m.a. gott fyrir meltinguna, slær á ógleði, bólgur og gigtarverki, linar hálsbólgu og önnur einkenni kvefs svo fátt eitt sé talið. Þetta verða allir að prófa!

 

Solaray Multidophilus 12
Einstaklega góð blanda af 12 tegundum mjólkursýrugerla. Bætir meltingu, þarmaflóru og aðstoðar líkamann við að framleiða sjálfur góða þarmaflóru.

 

 

Melissa Dream
Hér er taflan sem fær þig til að slaka á, sofa betur og vakna endurnærð(ur). Þetta er ekki lyf heldur náttúruleg vítamín og jurtir, blanda byggð á sítrónumelis jurtinni. Hjálpar einnig við fótapirring.

 

 

 

 

Lavender ilmkjarnaolía
Lavender er líklega fjölhæfasta ilmkjarnaolían. Við notum hana til að draga úr stressi, ná slökun fyrir svefninn, auka orku og þá er hún góð fyrir húðina – og algjör snilld fyrir heimatilbúnu bossaþurrkurnar.

 

 

Rasberry Ketone
Natures Aid Rasberry Ketone m/grænu tei er eitt mest selda fitubrennsluefni í heiminum í dag. Þetta er andoxunarríkt dúndurefni sem sýnt hefur að hjálpi til við fitubrennslu. Flestir finna árangur á 2 vikum en aðrir þurfa að taka inn efnið í 3-4 vikur meðan verið er að virkja kerfið.

 

 

 

D3 vítamín
Guli miðinn D3 vítamín 2000ae 60 töflur. Það er gott að vita til þess að ein af söluhæstu vörum Heilsuhússins er D vítamín. Okkur Íslendingum veitir ekki af þessu sólarvítamíni í skammdeginu. Nauðsynlegt fyrir alla!

 

 

 

Lúpínuseyði – Svarti Haukur
Lúpínuseyðið er eftir uppskrift Ævars Jóhannessonar sem framleiddi seiðið og gaf fólki, einkun krabbameinssjúklingum í fjölda ára. Við upphaflegu uppskriftina hefur verið bætt engifer og sítrónu ásamt stevíu. Mögnuð vara!

 

 

 

 

Kísill
Kísill ferskvatns kristalsduft er steinefni sem er líkamanum nauðsynlegt og er þriðja algengasta snefilsteinefni líkamans á eftir járni og sinki. Mikilvægt steinefni til að viðhalda góðri heilsu og spilar mikilvægt hlutverk við upptöku annarra steinefna í líkamanum.

 

 

Gulrótarbrauð
Dásamlegt og næringarríkt, 100% lífrænt brauð, eins og öll önnur brauð frá Brauðhúsinu. Súrdeigsbrauð sem gott er að borða nýtt eða rista beint úr frysti.

 

 

 

 

Solaray Turmeric
Eitt öflugusta lækningakryddið. Gott að taka vegna þrálátra veikleika í meltingarkerfi og vegna hægðatregðu. Mjög gott við loftmyndun og uppþembu eftir máltíð. Öflug bólgueyðandi áhrif, getur hjálpað til við gigt og bólgusjúkdómum.