Ráð við þvagfærasýkingu

06 Mar 2015

Sæl Inga.

Mér var ráðlagt að spyrja þig varðandi eldri konu sem fékk þvagfærasýkingu um daginn í fyrsta sinn.

Hún fékk sýklalyf sem heitir Selexid í 7 daga. það hefur slegið á einkennin en sýkingin er ekki alveg farin og þetta er síðasti dagurinn á lyfinu.

Nú er spurningin hvort eitthvað náttúrulegt sé til ráða. Hún er á blóðþrýstingslyfjum (Atenólól 25 mg. á dag) og spurningin er hvort henni sé óhætt að taka bætiefni sem innihalda trönuber.

Takk fyrir komandi svar... 

Sæl vertu.

Ég myndi í öllum tilfellum ráðleggja ykkur að ráðfæra ykkur við lækninn og sjá hvað hann segir. Kannski vill hann breyta lyfjagjöfinni eitthvað.

Það er aftur á móti ýmislegt sem hægt er að gera náttúrulega sem getur hjálpað gegn blöðrubólgu. Trönuber eru hvað þekktasta náttúrulega meðhöndlunin og það eru til mörg bætiefni sem innihalda þau. Einnig eru til hreinir trönuberja safar. Varast ber þó að kaupa blandaða safa því þeir innihalda oft mikinn sykur. Það getur einnig hjálpað að taka inn góðgerla og þá kannski sérstakar blöndur með þetta vandamál í huga. Einnig eru til breiðvirkar blöndur af virkum efnum til að kljást við svona sýkingar.

Ég bendi á nokkrar hugmyndir hér til hliðar á síðunni.

Hvað varðar lyfið sem hún tekur, þá er alltaf best að ráðfæra sig við lækni áður en hún byrjar að taka inn bætiefni. Þó er mér ekki kunnugt um að trönuber hafi áhrif á þessa tegund lyfja.

Kær kveðja og gangi ykkur allt í haginn!

Inga næringarþerapisti

2 fyrir 1

OptiBac For Women 30 hylki

6.885 kr