Hampur er heilnæm fæða

07 Mar 2015

Hampfræ og afurðir úr þeim hafa farið sem eldur í sinu um heilsuheiminn að undanförnu. Rétt er að taka fram að þó svo að hampfræið komi af plöntu sem er sömu ættar og kannabisplantan, inniheldur hampfræið ekki hið virka THC efni kannabisplöntunnar og er því án allrar vímuvirkni. Hins vegar er hampfræ, ásamt afurðum úr þeim svo sem hampolía og fleira, með einstaka heilsufarslega eiginleika sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Hampfræ og hampfræolía inni-heldur allar nauðsynlegar amínósýrur og er einstaklega rík af Omega 3 og 6 fitusýr-um. Í olíunni er hlutfallið á milli fitusýranna 1:3 sem er það hlutfall sem talið er vera hvað best fyrir líkamann. Að auki má geta þess að hamp-fræolía inniheldur um 94% af ráð-lögðum dagsskammti af Omega 3 fitusýrum. Hampfræ eru ein próteinríkasta afurð jurtaríkisins en á sama tíma eru þau ákaflega auðmeltanleg og mikilvæg uppspretta trefja. Hampfræ komast því eins ná-lægt því og mögulegt er að vera hin fullkomna afurð sem uppsretta próteina fyrir líkamann. 

Hampfræ eru einnig góð uppspretta zinks, járns, magnesíums, kalks, B1, B2 og B3 víta-mína og phytosterols svo eitthvað sé nefnt. Hamp-fræ getur stuðlað að lækkun kólesteróls, lækkun blóðþrýstings, minnkun bólgna og þykja vera góð við gigtareinkennum. Hampfræ hafa einnig ótrúlega góð áhrif á húð og hár, enda fituinnihald fræjanna nánast fullkomið, og hafa þau hjálpað mörgum ótrúlega í baráttu við exem og fleiri húðvandamál.

Það er því óhætt að mæla með hampfræjum og öllum afurðum þessarar mögnuðu plöntu. Hvort sem þú vilt skella fræjunum í grautinn eða boostið, taka þína matskeið af hampfræolíu að morgni dags eða snarla sem millimál. Hampfræ og olíur færðu í næsta Heilsuhúsi og í netverslun Heilsuhússins.