Jafnvægi, hreinsun og bjúglosun

06 Apr 2015

Frábær tvenna sem getur bætt og styrkt hreinsun líffæranna.  Aquella er einstök blanda jurta, sem saman geta komið á góðu vökvajafnvægi og unnið gegn bjúg og bólgum.  Það má segja að Aquella núllstilli líkamann og blandan virkar einstaklega vel eftir tímabil þar sem mataræði og lífsstíll hafa kannski ekki verið eins og best verður á kosið. 

Jurtirnar eru mildar en áhrifaríkar og geta unnið saman að betri heilsu og jafnvægi, sem er eitthvað sem allir vilja.

Aquella jurtablandan inni-heldur til dæmis kelp (þara), fíflarót, eplaedik og króklöppu. Blandan getur virkað hreinsandi, bjúglosandi og grennandi.
Með Aquella er tilvalið að taka inn mjólkurþistil. Mjólkurþistill er talin ein öflugasta lækningajurt sem til er, en vinnur þó á blíðan og uppbyggilegan hátt. Hann getur gefið lifrinni aukinn styrk og kraft og stutt við hreinsun líkamanns. Saman geta þessi tvö bætiefni unnið að styrkingu og aukinni virkni hreinsunar líffæranna, sem vegna nútíma lífsstíls þurfa alla þá hjálp sem í boði er.

Aquella & Milk Thistle er talið:

  • Vinna gegn bjúg- og vökvasöfnun
  • Koma á jafnvægi og vellíðan
  • Hjálpa til við þyngdarstjórnun
  • Styrkja lifrina
  • Styðja við hreinsun líkamans