Hnetu- og berjakex

24 Apr 2015

Það er mikilvægt að koma hollustu í litla kroppa og það getur reynst snúið og stundum þarf að hugsa út fyrir boxið. Hér er ein góð uppskrift að hollu hnetu og berjakexi sem öll fjölskyldan getur notið saman. 

  • 1/2 bolli möndlur, lagðar í bleyti yfir nótt
  • 1/2 bolli kasjúhnetur
  • 1/4 bolli graskersfræ
  • 1/4 bolli goji-ber
  • 1/4 bolli kakónibbur
  • 2 tsk    hamp-fræ
  • 2 tsk    chia-fræ
  • 2 tsk    kókosolía
  • 1 tsk    vanillu extract
  • 1/2 tsk Himalayan crystal salt eða sjávarsalt
  • 1 1/2 bolli döðlur

Blandið öllu vel saman í matvinnsluvél. Setjið döðlurnar síðast út í blönduna. Mótið deigið í þægilega stærð og raðið á smjörpappír, setjið plastfilmu yfir og geymið í ísskáp eða frysti í 30 mín.

Verði ykkur að góðu og njótið með börnunum.