Bætiefni fyrir hormónaójafnvægi

23 Jun 2015

Sæl Inga.

Mig langar að spyrja hvort þú átt einhver ráð fyrir unga konu með hormónaójafnvægi?

Ég hef verið á hormónagetnaðarvörnum í meira en 10 ár en ætla að hætta. Ekki til að eignast börn heldur því ég er orðin leið á aukaverkunum.

Ég var alltaf með óreglulegar blæðingar og slæma húð og er að spá í hvort það séu einhver bætiefni sem ég get tekið til að hjálpa til við að vinna gegn því?

Mér finnst eins og öll bætiefni sem beinast að hormónaójafnvægi séu fyrir konur á breytingaskeiði en ekki okkur sem eru enn undir þrítugu!

Bkv. S

Sæl S

Það er margt hægt að prófa og Jú það er mikið til í því að bætiefnin á markaðnum eru mörg hver ætluð konum á breytingaskeiði.

Þó alls ekki öll.

Það er margt sem getur virkað vel og hentar ekki síður yngri konum.

Fyrst má kannski telja Maca rótina sem er þekkt fyrir hormónajafnandi áhrif sín og hentar flestum mjög vel. Hún fæst í ýmsu formi og ég bendi á Maca extract frá Solaray. Ég hef ráðlagt ótal konum á öllum aldri Maca rótina og flestar elska hana.

Annað sem mér dettur í hug eru omega fitusýrur og þá kannski helst náttljósaolían (Efamol til dæmis).

Hún er þekkt fyrir að hafa góð áhrif á hormóna ungra kvenna á barneignaraldri. Gættu þess þó að fá líka nóg af omega 3, til dæmis Salmon oil frá Solaray. Þessar omega fitusýrur eru lífsnauðsynlegar og óhemju mikilvægar hormónakerfinu.

Magnesíum og D vítamín geta líka hjálpað.

Magnesíum kemur við sögu í ótal mörgum efnahvörfum í líkamanum og getur óbeint stuðlað að betra hormónajafnvægi.

D vítamín er nokkurskonar hormón í sjálfu sér og styður við hormónaframleiðslu. Þar sem flest okkar hér á landi vantar D vítamín þá er um að gera að huga að því.

Ashwagandha jurtin getur líka verið góð ef þessu fylgja einhverjar skapsveiflur (sem oft getur verið).

Svo má ekki gleyma því hvað þarmaflóran er mikilvæg í þessu sambandi og um að gera að næra hana með góðgerlum fyrir meltinguna.

Þú getur séð bætiefnin sem ég tala um hér til hægri á síðunni.

Vonandi hjálpar þetta eitthvað.

Gangi þér allt í haginn,

Inga næringarþerapisti.