Typpið í topp málum!

07 Sep 2015

„Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk, tæplega helmingur landsmanna erum við menn“ segir í skemmtilegum texta Stuðmanna.

Við konurnar, annar helmingur þjóðarinnar, höfum mikið spáð og spekúlerað í okkar líðan, okkar hormónakerfi og hinum ýmsu heilsufarsvandamálum og truflunum. Þá er ég að tala um breytingaskeiðið og fleira í þeim dúr.

Karlmenn hafa aftur á móti ekki fengið mikla samúð hvað þetta varðar og oft á tíðum bara gert grín að þeim þegar þeir eiga erfitt á þessu sviði. Karlar upplifa nefnilega líka orkuleysi, þreytu og slen, alveg eins og við konurnar!

Þarna þarf ákveðna hugarfarsbreytingu, því að karlmenn finna svo sannarlega fyrir einkennum sökum hormónabreytinga, sem tengjast oft hækk-uðum aldri.

Til dæmis kemur fyrir að jafn-aldrinn verður þreyttur og latur og oft skapar það mikla angist og vanlíðan hjá karl-inum. Einnig lenda margir í vand-ræð-um með þvaglát og blöðruhálskirtilinn.

Svona ástand getur skapast af ýmsu en lífstíll og lifnaðarhættir setja þar auðvitað mikið strik í reikninginn. Streita er mikill óvinur og flestir eru meira og minna stressaðir og tjúllaðir.

Hvað geta karlmenn gert til að breyta þessu ástandi?

„Við lifum á hákarli, hrúts-pung-um, magálum, létt-mjólk“  syngja Stuðmenn, er það kannski málið fyrir karl-ana okkar?

Það er auðvitað mikilvægt að hreyfa sig og borða holla og góða fæðu, sleppa reykingum og nota áfengi í hófi. Það þarf ekkert að ræða það neitt. Einnig er mjög mikilvægt fyrir karla að láta fylgjast með heilsufarinu, mæta reglulega í skoðanir og rannsóknir.

En vissir þú að það er hægt að nýta sér ýmis vítamín, bætiefni  og jurtir til hjálpar?

 

Kær kveðja, 

Inga Kristjáns næringaþerapisti