Ómótstæðilega holl PIPP-BRÚNKA!

25 Nov 2015

Okkur langar að deila með ykkur hollu útgáfunni af pippbrúnku, sem er fullkomlega hráfæðis. En nýlega var einmitt greint frá því að þær þjóðir sem borða mest súkkulaði mældust gáfaðastar. 

Hér er hin ómótstæðilega uppskrift:

Grunnurinn:
Þurrefnin:
1 og ½ bolli möndlumjöl (minnsta mál er að setja möndlur í blandara og mala sjálf/ur)
1 b kakóduft (hrátt)
1/8 tsk múskat
smá salt.

Blautefnin:
½ bolli maple síróp
½ tsk vanilla
¼ bolli vatn (ef ykkur finnst það nauðsynlegt)

Hrærið saman þurrefnunum sér og blautefnunum í annarri skál. Blandið svo öllu saman og hrærið með sleif. Ef ykkur finnst blandan enn of þurr, bætið við vatni. Allt á að vera þykkt og seigfljótandi.

Best er að setja blönduna í fremur lítið lausbotna form en má líka fara í brúnkuform svo framalega sem það megi fara í frysti.

Piparmyntukremið:
¼ bolli kókosmjólk
2 msk kakósmjör
1 bolli kasjúhnetur, sem hafa legið í bleyti
1 pakki stevía (þessi í grænu pökkunum), eða stevíudropar (smakkið ykkur til).
1 tsk piparmyntudropar, eða góð piparmyntuolía.
Blandið vel saman í blandara uns hráefnið verður silkimjúkt. Berið ofan á botninn og setjið í ísskáp.

Súkkulaðikremið:
1 bolli mable síróp
1 bolli hrákakó
1/3 bolli kókoshnetuolía
1 tsk vanilla
ögn af salti
Blandið saman uns innihaldið verður silkimjúkt.

Berið súkkulaðikremið ofan á og setjið aftur í ísskápinn. Berið fram þegar kremið hefur stirnað.
Annars má líka geyma hana í fyrsti og bera fram síðar. Það er líka mjög gott að setja kókosflögur ofan á súkkulaðikremið, ef vill.

Njótið.