Ofurhollur súkkulaðibúningur - UPPSKRIFT

30 Nov 2015

Dásamlegur súkkulaðibúðingur fyrir 4 - algjör ofurfæða og örsnöggur í undirbúning !

Innihald:

 • 2 þroskaðar lárperur (avocado)
 • 3 msk. brætt súkkulaði
 • 2 msk. hrátt kakó
 • 120 ml. kókosmjólk 
 • 1 tsk. lífrænt vanilluduft
 • 3 msk. Maple sýróp eða gott hunang
 • Örlítið salt

Aðferð: 

 1. Tæmið lárperurnar með skeið og maukið í matvinnsluvél eða blandara þar til silkimjúkt og kekklaust. 
 2. Bætið restinni af innihaldsefnunum við og blandið þar til allt er orðið vel mjúkt og áferðin er orðin falleg. Betra er að blanda lengur en styttra. 
 3. Smakkið til og bætið við meiri sætu ef þarf. 
 4. Setjið í þær skálar sem á að framreiða búðinginn í og kælið í amk. 1 klst. 
 5. Toppið með því sem þið viljið.

Hugmyndir að "toppings":

 • Saxaðar hnetur
 • Ristaðar kókosflögur
 • Ristaðar hesilhnetur með hunangi
 • Granóla
 • Fersk eða frosin hindber
 • Rifið súkkulaði
 • Kakónibbur

 

Berið fram með bros á vor og njótið með þeim sem ykkur þykir vænt um !