Ensk Jólakaka

04 Dec 2015

Heilnæm og náttúruleg í anda Heilsuhússins. 

  • 300 g   lífræn kókosolía (Biona)
  • 200 g   hrásykur eða 2dl Agave
  • 5 stk    egg
  • 1/2 dl soyamjólk
  • 300 g   speltmjöl
  • 1 tsk    vínsteinslyftiduft
  • 125 g   rúsínur
  • 125 g   kúrennur
  • 50 g     þurrkuð epli
  • 100 g   gráfíkjur
  • 50 g     þurrkaðar döðlur
  • 4 bréf Yogi te Ginger orange
  • 12-14   trönuber
  • 200 g   heslihnetur
  • 100 g   súkkat (ef vill)

Aðferð

Skerið ávextina smátt. Saxið hneturnar gróft. Hrærið saman smjöri og sætu efni, setjið eitt og eitt egg út í í einu, hrærið á milli. Soyamjólkin sett sama við. Setjið hluta af speltmjölinu saman við ávextina. Vínsteinslyftiduftið og restin af speltmjölinu er hrærð út í deigið með sleif.

Ávextirnir eru síðan settir út í blönduna, hrærið rólega. Smyrjið 2 kringlótt mót (best er að nota springmót) og deilið deiginu í mótin.

Hitið ofninn í 160°C, blásturofn í 140°C. Bakið kökurnar neðst í ofninum í 2 klst.

2 fyrir 1

Doves spelthveiti 1 kg.

849 kr