Ert þú hætt/ur að reykja?

13 Jan 2016

Það eru fjölmargir sem hafa stigið skrefið til reyklauss lífs núna um áramótin. Flestir eru sammála um að þetta er mikið gæfuspor sem felur í sér betri heilsu og aukinn lífsþrótt. Þó vita þeir sem reynt hafa að þetta getur verið nokkuð stórt skref og mörgum reynist það langt í frá auðvelt. Þá er gott að vita til þess að fjölmörg vítamín og bætiefni geta hjálpað og létt lífið. Bæði hvað varðar líkamlega líðan en ekki síður andlega heilsu.

Margt sem gerist í líkamanum við reykingar er mjög slæmt, en kannski verst af öllu það að allar frumur verða fyrir skaða af völdum oxunar. Til að hjálpa líkamanum út úr þeim ógöngum er gott að taka inn andoxunarefni og þá er C-vítamín eitt þeirra sem oft verða fyrir valinu. Þá er ekki sama hvernig C-vítamín er tekið inn og mikilvægt að efnið eigi sem lengsta viðdvöl í líkamanum.  Lifeplan C-vítamín eru forðatöflur sem endast í marga klukkutíma í líkam-anum og vinna því vel gegn vandamálinu.

Einnig er gott að taka inn B-vítamín með magnesíum, t.d. Mega B-Stress frá Solaray sem kemur í forðahylkjum og dugar hver skam

mtur allt að 8-12 klst. Taugakerfið þrífst á ákveðnum B-vítamínum sem öll eru til staðar í þessari blöndu og magnesíum er nauðsyn fyrir góða andlega heilsu og frið hugans. 

Arctic Root er fóður fyrir taugakerfið og getur linað mestu fráhvörfin. Jurtin er þekkt fyrir að stuðla að jafnvægi og jákvæðni, eiginleikar sem nýtast þeim sem eru að hætta að reykja stórkostlega.

Svefntruflanir eru oft á tíðum fylgifiskur þess að hætta að reykja. Þar koma allskonar jurtir sterkar inn til hjálpar, til dæmis eru kirsuber þekkt fyrir að innihalda mikið melatonin sem getur stuðlað að betri svefni. Terranova hefur hannað flotta jurtablöndu sem gæti gagnast fólki vel, sem er að hætta að reykja. Blandan inniheldur bæði kirsuber og avena sativa sem er mjög róandi og nærandi fyrir taugakerfið.

Þeir sem hafa reykt finna margir að slím og ófögnuður hefur safnast fyrir í lungum enda tjara og nikotin ekki beint heilsusamleg efni. 
Hér er einföld blanda sem hjálpar lungunum að losa sig við nikotín og tjöru. 

Þetta er kröftug blanda með örfáum innihaldsefnum sem auðvelt er að brugga.

    400 g    laukur
    2 msk    turmerik duft
    3 cm    engiferrót
    1 líter    vatn
    400 gr    hunang

Sjóðið vatnið og blandið hunanginu útí. Saxið laukinn og engiferrótina og bætið í vökvann. Látið suðuna koma aftur upp og bætið turmerik samanvið. Sjóðið við vægan hita þar til vökvinn hefur minnkað um helming. Þá er mál að sía vökvann og skella á flösku, kæla og geyma í ísskáp. Takist tvisvar á dag, 2 msk í senn; á fastandi maga á morgnana og svo á kvöldin fyrir svefninn. Þessi jurtablanda hefur hreinsandi, slímlosandi og bólgueyðandi áhrif, sem allt getur hjálpað lungunum til betri heilsu.