Góð heilsusamleg ráð í baráttunni við aukakílóin

13 Jan 2016

Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir starfsmaður í Heilsuhúsinu á Laugavegi gefur góð ráð til þeirra sem vilja koma sér í kjörþyngd og missa 5 - 10 kíló.

Sveinbjörg Rósa sérfræðingur í Heilsuhúsinu Laugavegia) Borða hollt
Best er byrja á því að hreinsa mataræðið; sleppa hveiti, sykri og geri sem eru oftast sökudólgarnir. Sumir þola ekki mjólk og gott er að sleppa henni líka af því að mjólkurvörur eru mjög slímmyndandi. Hægt er að nota glútenlaust mjöl eins og möndlumjöl, amaranth, og hirsi í morgunmat,  jafnvel gera sér morgungraut úr chiafræjum og kókosmjólk. Mjög gott er að sleppa bönunum vegna þess að þeir eru mjög stemmandi. Gott er að byrja morguninn á því að fá sér sítrónuvatn í volgu vatni til þess að skola ristilinn og undirbúa hann fyrir daginn.
Stundum vantar hreinlega góð prótein í mataræðið. Í Heilsuhúsinu er hægt að  fá góð prótein eins og hampfræprótein, graskerjaprótein og spíruprótein. Mikilvægt er að taka inn góða olíu t.d. hörfræolíu en olían hjálpar við að hreinsa líkamann.


b) Með því að minnka sykurlöngun
Til þess að minnka sykurlöngunina er gott að taka zink frá Solaray. Raspberry ketons hjálpar líka til við að minnka sykurlöngunina. Gott er að bæta kanil í matinn en hann minnkar líka sykurlöngunina.


c) Auka brennslu 
Eplaedik eykur brennsluna. Nauðsynlegt er að hafa góð grunnvítamín t.d. Spektro frá Solaray. Gott er að taka inn D-vítamín Intestcare eða Grean Coffee Bean til að auka brennsluna. Góð hreyfing er líka undirstaðan; ganga, skokka, gera jóga eða annað. Ekki má gleyma að drekka gott Matcha te en það eykur brennsluna og það heldur fitufrumunum í skefjum. Ginseng hvetur brennslu líkamans og ekki má gleyma að bæta inn kanil en hann heldur blóðsykrinum í jafnvægi. 


d) Bæta meltinguna
Gott er að gera sér góða græna drykki, t.d. Grænu dýrðina með gúrkum, paprikum, hveitigrasi og eplum. Fá góða gerla t.d. Bio Cult til þess að bæta meltinguna. Nauðsynlegt er að taka meltingarensím fyrir mat t.d Super Digestaway frá Solaray.  Ekki gleyma að drekka nóg af vatni en það hjálpar til við meltinguna


Síðast en ekki síst stunda hugleiðslu á hverjum degi. Hugleiðslan eykur núvitund og þá erum við vakandi yfir því sem við erum að setja ofan í okkur. Ekki gleyma að elska okkur sjálf!