Dásamleg hrákaka með berjasósu

25 Apr 2016

Dásamleg hrákaka með sjúklegri berjasósu. Það tekur enga stund að græja þessa.

  • 2 bollar  kasjúhnetur frá Sólgæti (leggið í bleyti í 2 tíma)
  • 1 bolli    möndlumjöl (tilbúið eða möndlur frá Sólgæti settar í blandara)
  • 1 bolli    döðlur frá Sólgæti, steinlausar
  • Sítrónusafi úr einni og hálfri sítrónu
  • 1/4 bolli   gott síróp (má vera minna)
  • 2 tsk    vanillu dropar eða duft

Sósan:

  • 1/2 bolli    kirsuber eða blæjuber
  • 1/2 bolli    jarðaber

Aðferð
Botninn: Blandið vel saman möndlu-mjöli og döðlum í matvinnsluvél. Setjið í form með lausum botni.

Fyllingin:
Blandið saman kasjúhnetum, sítrónusafa, sírópi og vanillu. Blandið þessu vel saman í matvinnsluvél og smyrjið yfir botninn. Látið standa í frysti í klukkutíma.

Sósan:
Setjið jarðaber og steinlaus kirsuber í blandara og vinnið saman. Setjið sósuna yfir fyllinguna þegar kakan er borin fram. 

Þessi sósa er sjúklega góð og hún passar líka mjög vel með ís og grískri jógúrt.