Pestó með kasjúhnetum

06 May 2016

Þetta pestó er gott að eiga í ísskápnum en það hentar með mörgu, t.d. kjúklingi, baunum, fiski, á samlokur eða vefjur.

Pestó er hægt að útbúa á marga vegu. Þetta pestó er dálítið óvanalegt því það er engin ostur í því.           

  • 50 gr     kasjúhnetur frá Sólgæti
  • 125 ml   extra virgin ólívuolía frá Biona
  • 30 gr     fersk basilíka
  • 20 gr     spínat
  • 1-2 rif    hvítlaukur
  • 1 tsk      hunang
  • 1/4 tsk   Maldon salt
  • 2 tsk      eplaedik

Aðferð

  1. Blandið öllu saman í matvinnsluvél þar til áferðin er að ykkar smekk.