Hvað er viðskiptavinurinn að biðja um?

05 Sep 2016

Gréta Ósk starfsmaður Heilsuhússins á Laugavegi segir hér lesendum Heilsufrétta hvað viðskiptavinir hennar eru helst að biðja um þessi dægrin.

Haustið er dásamlegt og mörgum þykir það fallegasti tími ársins. Náttúran skartar sínu fegursta með magnaðri litadýrð og glæný uppskera fyllir ísskápa landsmanna. Nú týnist fólk heim úr sumarfríi, rútínan tekur við og regla færist yfir fjölskyldulífið. Sumarsukkið getur þó dregið dilk á eftir sér og hugsanlega eitt og annað sem þarf að færa til betri vegar.

„Það er mikið að gera á safabarnum eftir sumarfríin og fullt út úr dyrum hjá okkur bæði af Íslendingum og ferðamönnum.  Fólk er gjarnan með einhver óþægindi í maganum og vill eitthvað alveg ferskt og hressandi eftir sukkið í sumar - engiferskot, Græna dýrðin, Sæluteigur og Bleiki safinn eru vinsælustu drykkirnir núna.  Hveitigrasskot er líka mikið tekið, bæði eitt og sér og svo í Detox drykki.

Margir eru líka komnir með bjúg og liðverki eftir óhollustuna í sumar og vilja þá nýta sér Curcumin eða Turmerik í töfluformi, sem er alveg sérstaklega bólgueyðandi. Fleira sem mér dettur í hug og getur gagnast gegn liðverkjum er Nutrilenk, hörfræolía, engifer og MSM. Þetta eru efni sem hafa hjálpað fjölmörgum, minnkað bólgur og linað verki. Vinveittir meltingargerlar í hylkjum (asídófílus) eru að mínu mati frábært bætiefni gegn óþægindum í meltingu og Solaray 20 billion eru mjög öflugir gerlar.

Þvagfærasýking er algengt vandamál og fjölmargir hafa komið og beðið um trönuberjasafa eða töflur (cranberry) til vinna bug á henni. Ég mæli líka með D-Mannose frá Solaray en það inniheldur virka efnið úr trönuberjum og er þekkt fyrir að koma í veg fyrir að sýking nái að búa um sig í þvagblöðrunni. Það er margt í boði hjá okkur við þvagfærasýkingum.

Hálsbólgan er líka komin á stjá og margir nota Grape Fruit háls-spreyið frá Nutribiotic, sem getur virkað mjög vel og svo mæli ég sérstaklega með heitu orkubombunni á safabarnum okkar. 

Svefninn hefur farið í rugl hjá mörgum í sumar og mörgum getur reynst erfitt að koma reglu á hann. Fólk er að glíma við allskonar svefnvandamál og á erfitt með að festa svefn á kvöldin.  Við eigum ýmislegt sem getur komið að góðum notum t.d. magnesíum í hylkjum frá Solaray, Melissa Dream og Lunamino. Sumum getur líka dugað að fá sér kamillu te eða setja smá lavender ilmkjarnolíu á koddann á kvöldin. Það getur gert gæfumuninn fyrir þá sem eiga erfitt með að sofna. Erlendir ferðamenn eiga líka stundum erfitt með að sofa í íslensku birtunni og leita til okkar á Laugaveginn og þá bendi ég þeim einmitt á þessi sömu ráð.“