Mjúk möndlusmjörskaramella

18 Nov 2016

Hver biti er svo klístraður og súkkulaðilegur, það er ótrúlegt að hugsa til þess að hún sé búin til úr einungis ferns konar hráefni. Karamellan er geymd í frysti svo að þið getið gert stóra skammta af henni í einu til að eiga alltaf eitthvað dásamlega hollt til að njóta hvenær sem er.

Uppskriftin er fengin úr bókinni Ómótstæðileg Ella sem inniheldur fjölda heilsusamlegra uppskrifta.

Uppskrift,  20 mjúkir karamellubitar

2 stórir bollar Medjool döðlur (400 g), steinlausar

10 msk möndlusmjör

4 msk kókosolía

3 msk hrátt kakóduft

Aðferð:

  • Setjið döðlurnar í pott með smávegis af sjóðandi vatni. Leyfið þeim að malla í fimm mínútur, þar til þær eru mjög mjúkar og klesstar saman.
  • Ef eitthvað vatn er eftir í pottinum hellið því þá af og látið döðlurnar kólna í nokkrar mínútur.
  • Setjið möndlusmjör, kókosolíu og kakóduft í matvinnsluvél og bætið döðlunum út í og blandið saman í eina til tvær mínútur, þar til allt er orðið vel klístrað saman.
  • Setjið bökunarpappír í um það bil 25 sm ofnfast form og hellið blöndunni á það, áður en þið setjið hana í frystinn. Þar á hún að vera í að minnsta kosti þrjá tíma áður en hún er borin fram.
  • Geymið í frysti. Látið bitana þiðna í nokkrar mínútur áður en þið borðið þá.

Gott ráð: Prófið að bæta hnetubitum og rúsínum við uppskriftina til að breyta áferðinni og gera karamelluna grófari.

 

Ómótstæðileg Ella, konan á bakvið bókina.

Ella Mills er ein skærasta stjarnan í matreiðsluheiminum í Bretlandi. Þegar hún veiktist skyndilega af stöðubundinni hjartsláttartruflun (POTS) ákvað hún að breyta mataræðinu og fór að neyta jurtafæðu eingöngu. Tveimur árum síðar var hún laus við öll einkenni sjúkdómsins. Í dag er Ella metsöluhöfundur og heilsugúrú, auk þess sem hún framleiðir vörur undir eigin nafni og rekur vinsæla veitingastaði í London. Ómótstæðileg Ella hefur komið út í 20 löndum og geymir dásamlega ljúffenga og einfalda rétti sem stuðla að góðri orku og glöðu geði.

Uppskriftirnar eru allar vegan, glúten- og mjólkurlausar.

Bókin fæst í Heilsuhúsinu og á heilsuhusid.is.