Solaray lyfjakol - Endalausir möguleikar

10 Jan 2017

Activated coconut charcoal, eða lyfjakol úr kókoshnetum, er mjög fíngert duft, unnið úr óerfðabreyttum kókosskeljum. Það er löng saga á bak við notkunina á lyfjakolum sem nær allt aftur til 400 f.K., þar sem þau voru notað af Föníkumönnum og Egyptum til að hreinsa vatn. Einnig voru lyfjakolin notuð í ýmsum læknisfræðilegum tilgangi á þessum tíma og í gegnum aldirnar

Notkunarmöguleikar
Þessi magnaða vara hefur ótrúlega marga notkunarmöguleika. Það sem stendur helst upp úr er hreinsunareiginleiki lyfjakolanna bæði til notkunar innvortis sem útvortis.


Nú eftir jólahátíðarnar er tími hreinsunar, en rannsóknir benda til að lyfjakolin (activated charcoal) styðji við hreinsun líkamans vegna eiginleika kolanna til að draga í sig eitur- og aukaefni. Þau hafa einnig einstaklega góð áhrif á meltinguna og eyða gasi úr meltingarveginum. Til hreinsunar innvortis, setjið ½ tsk út í vatn og drekkið.


Frábær húðhreinsun er annar eiginleiki, kolin hjálpa til við að hreinsa bólur og óhreinindi úr húðinni. Blandið saman hálfri teskeið af kolum og nokkrum dropum af vatni þannig að auðvelt sé að bera á andlitið.  Látið maskann liggja á húðinni í um 20-30 mínútur.Svona einfalt er að út-búa einstaklega virkan hreinsimaska.


Allir vilja hvítar og fallegar tennur. Upplagt er að nota kolin til að bursta og djúphreinsa tennurnar, kolin hvítta þær án þess að þær rispist. Ekki er verra að losna líka við andremmu þar sem kolin drepa bakteríur.
Það er gaman að nota þessi svörtu lyfjakol í bakstur og eldamennsku - t.d. að prófa að gera meinhollan svartan ís eða svartar smákökur.  

Ráðlagður dagskammtur: hálf teskeið/ 500mg.

  • Ekki er mælt með því að fara yfir ráðlagðan dagskammt.


Þetta er snilldar bætiefni sem ætti að vera til á hverju heimili.