Litrík og lystug hollusta

11 Jan 2017

Ef þú hefur ekki þegar hoppað á grænmetislengju-vagninn þá er rétti tíminn núna.

Hægt er að búa til yddað (spiralized) grænmeti og ávexti í bæði raf- eða handknúnum yddara. Grænmetið breytist í mjóar lengjur sem líkjast spaghettíi eða núðlum. Þessi aðferð gerir grænmetið sérstaklega lystugt og meðfærilegt. Þú færð fullan disk af litríkri næringu sem er bæði frábær fyrir kroppinn og ljúffeng á bragðið.

Eldamennskan er einföld eftir að búið er að ydda grænmetið í lengjur, en örlítill munur er á milli tegunda. Almennt má miða við þetta:

  • Steikt á pönnu, 3-5 mín.
  • Bakað í ofni, 180 gráður, 10 mín.
  • Soðið í 2-3 mín.
  • Og svo má bera sumt fram óeldað.

Það er hægt að ydda fjölmargar tegundir af grænmeti og ávöxtum. Listinn hér fyrir neðan er þó ekki tæmandi:

  • Epli
  • Rauðrófur
  • Gulrófur
  • Butternut Squash
  • Spergilkál
  • Gulrætur
  • Grænkál
  • Hvítkál
  • Sellerí
  • Radísur
  • Laukar
  • Kúrbítur
  • Eggaldin
  • Gúrka
  • Hnúðkál
  • Nípa
  • Perur
  • Bananar
  • Sætar kartöflur
  • Íslenskar kartöflur