Svartigaldur Lindu

02 Feb 2017

Nú er það svart! Svartigaldur Lindu er það nýjasta á Safabar Heilsuhússins. Komdu við á Safabarnum sem staðsettur er í verslunum okkar í Kringlunni, Lágmúlanum og Laugaveginum.

Svartigaldur Lindu inniheldur meðal annars „activated Charcoal“ eða svokölluð lyfjakol.
Þau eru hvað þekktust fyrir þá eiginleika sína að geta stutt við afeitrun líkamans. Allir vita hversu mikilvægt er að líkaminn nái að losa sig við óæskileg eiturefni sem bæði koma úr umhverfinu og myndast einnig við eðlilega líkamsstarfsemi. Svartigaldur getur hjálpað til og stuðlað að betri orku og almennu heilbrigði. 

Ekki er mælt með meira magni af lyfjakolum á dag en sem nemur ½ teskeið og inniheldur svartigaldur því ¼ úr teskeið.Önnur innihaldsefni eru lífrænn nýkreistur sítrónusafi, lífrænt hlynsýróp og himalayasalt. Að ógleymdu tæru íslensku vatni!

Drykkurinn bragðast mjög vel og við skorum á þig að prófa!

Svartigaldur Lindu. Verð:  490 kr.