Litla brauðstofan, dásamleg súrdeigsbrauð!

07 Feb 2017

Alveg glænýtt í Heilsuhúsinu! Súrdeigsbrauð og kökur frá Litlu brauðstofunni. Ískornabrauð, Heilhveitibrauð, Orkubrauð, sykurlaust seytt brauð og ljúfeng eplakaka fást í næstu verslun Heilsuhússins!

 

Litla Brauðstofan framleiðir súrdeigsbrauð eftir gömlum aðferðum, öll brauðin eru sykurlaus, gerlaus (eingöngu súrdeig) og vegan (nema seytt rúgbrauð sem er með súrmjólk). Ekki má gleyma að öll brauðin eru án aukaefna og notast er við íslenskt hráefni í framleiðslu.

Endurkoma súrdeigsins
Saga súrdeigsins spannar langa sögu eða allt aftur til 1500-2000 ára fyrir krist! Súrdeig er alveg náttúrulegt og súrdeigsbrauð eru hollari en brauð með geri eða öðrum lyftiefnum. Gerið hefur verið allsráðandi í brauðgerð á síðustu öldum, en súrdeigið virðist vera færa sig smátt og smátt inn í framleiðsluna. Neytendur eru orðnir meðvitaðri um hollustu súrdeigsins.
Sidan 2007 hefur Litla brauðstofan verið að rækta súrdeig og er nú með fimm mismunandi súrdeig í framleiðslu, fer það eftir brauðtegund hvaða súrdeig og er notað. Öll brauðin eru eingöngu gerð með súrdeigi og er engu geri og sykri bætt við.

 

Fjölskyldufyrirtæki sem fer stækkandi!
Þau Jens og Dörthe eiga heiðurinn af þessum dásamlegu súrdeigsbrauðum, en þau stofnuðu Litlu brauðstofuna á síðasta ári og hafa viðtökurnar verið afar góðar. Þau koma bæði frá Þýskalandi en fluttu hingað árið 2007, ílengdust eins og margir gera á þessari einstöku eyju. Það eina sem þau söknuðu var - þýskt brauð!
Þau tóku sig til og fóru að kynna sér ræktun á súrdeigi og bakstur, fóru í bakaranám og ýmiss konar brauðnámskeið. Sumarið 2014 voru þau tilbúin að taka skrefið og hófust handa við að útbúa aðstöðu til að framleiða súrdeigsbrauð - 2016 kom Litla brauðstofan fram á sjónarsviðið! 

Litlu brauðstofu brauðin!
Fyrsta brauðið sem þau hófu framleiðslu - Ískornabrauðið, er eingöngu úr íslensku hráefni. Bragðið er einstakt og ferskt. Geymsluþol er allt að 10 dagar við réttar aðstæður. Rúgkorn og rúgmjöl eru ræktuð og möluð á Flúðum, framleitt af Ískorn.
Brauðið bragðast vel með smjöri eða allskonar áleggi. Brauðið þarf að þroskast í minnst þrjá daga eftir bakstur. Ískornabrauð verð: 998 kr -  í Heilshúsinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heilhveitibrauð
Einstakt brauð með loftholum sem myndast með notkun hveitisúrdeigs. 54% heilhveiti. Verð: 998 kr - í Heilshúsinu.

 

Orkubrauð
Rúgbrauð með ávöxtum og hnetum. Þrjár tegundir af ávöxtum og hnetum gefa létt sætt bragð. Ómissandi í fjallagöngu! Orkubrauð verð: 998 kr - í Heilsuhúsinu.