Kryddaðar orkukúlur

17 Feb 2017

Þessar eru algjört æði! Kryddaður orkukúlur með gulrótum, döðlum og fleira góðgæti.

Innihald:
3 Medjoll döðlur ( fæst í verslunum Heilsuhússins)
2 msk Biona lífræn eplamús
2 msk Biona lífrænt döðlusýróp
1 bolli gróft haframjöl
1/4 tsk kanilduft
1/4 tsk engiferduft
1/4 tsk múskat
1 bolli rifnar gulrætur
1 bolli kókosmjöl

Aðferð:

  • Allt hráefnið sett í matvinnsluvél og blandað vel saman.
  • Hnoðið í bitastórar kúlur og veltið hverri kúlu upp úr kókosmjöli.
  • Settu kökurnar í frysti í 2.klst, geymist í kæli.

Njótið vel!