Maísbauna klattar með lárperusalsa

18 Apr 2017

Girnileg uppskrift af hollum maísbaunaklöttum. Lárperusalsað passar fullkomnlega með!

Fyrir fjóra.,

Salsa:
2 stk þroskaðar lárperur (avocado)
Ein lúka kóríander - niðurskorið
1/4 stk rauðlaukur - fínt saxaður
Safi af einni sítrónu
Salt og pipar


Klattarnir:
90 g Biona maísbaunir - hellið vatninu af
30 g Biona lífrænt kókoshveiti
3 stk egg
1 tsk matarsódi
1 stk vorlaukur
150 ml möndlumjólk
1 msk Biona lífræn kókos olía
Salt og pipar


Eggin:
2-3 stk egg
3-4 msk Biona lífrænt eplaedik

Aðferð
Saxið lárperurnar og laukinn fínt og setjið í skál. Bætið við sítrónusafa og söxuðu kóríander og stappið blönduna vel með gaffli. Kryddið og setjið til hliðar.

Klattarnir: Blandið kókoshveitinu og matarsódanum saman í stóra skál og hrærið eggjunum saman við. Hellið mjólkinni rólega saman við og hrærið stöðugt í á meðan. Bætið vorlauknum og maísbaunum saman við blönduna. Bræðið kókosolíu á pönnu við háan hita. Notið skeið til að koma deiginu á heita pönnuna, búið til kringlótta klatta. Bakið í 2-3 mínútur á hvorri hlið.

Eggin: Á meðan klattarnir bakast, setjið sjóðandi vatn og eplaedik í grunnan pott. Brjótið hvert egg og setjið varlega út í vatnsblönduna. Eldunartími er smekksatriði

Færið klattana upp á disk og setjið væna skeið af lárperu salsa ofan á hvern klatta. Eggið þar á eftir. Kryddið með salti og pipar – smá sletta af sætri chilisósu er punkturinn yfir i-ið.

2 fyrir 1

Biona Eplaedik 500 ml.

471 kr