Linsubauna bolognese

27 Apr 2017

Linsubauna bolognese með sætkartöflu spagetti fyrir grænkera og sanna sælkera.

Uppskrift:

 • 2,5 dl rauðar linsubaunir frá Sólgæti
 • 1 dós Biona tómatar í dós (heilir)
 • 3-4 msk Biona tómatpúrra
 • 1 stk laukur
 • 2 stk gulrætur
 • 1 stk sellerístöng
 • 1 stilkur ferskt rósmarin
 • 2-3 hvítlauksrif (eftir smekk)
 • 1 tsk timjan
 • 1 tsk oregano
 • 1 tsk Maldon salt
 • 1 msk tamari eða soya sósa
 • 1 teningur Kallo grænmetiskraftur
 • 6 dl vatn

Aðferð:
Saxið lauk, gulrætur og sellerí ásamt hvítlauk og steikið upp úr smá olíu ásamt rósmarin stilknum, þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Setjið 6 dl af vatni út í og bætið svo við linsubaunum, kryddi, Kallo kraftinum og tómötunum. Látið krauma í um það bil 30 mínútur. Smakkið til með salti og tamari.

Skerið niður sætar kartöflur í jafnar lengjur (eins og franskar kartöflur). Setjið í ofnfast mót og stráið olífuolíu yfir (ef vill) Látið bakast í ofni á 180 gráðum í c.a. 20 mínútur