Súkkulaðiís með svartbaunafudge

03 May 2017

Uppskrift að gómsætum súkkulaðiís með svartbaunafudge. Þessi er 100% vegan, er laus við: mjólk, glúten og egg! Þessi á örugglega eftir að slá í gegn!

súkkulaðiís með svartbaunafudge

Uppskrift:

  •  
  • 100 gr 70% dökkt lífrænt súkkulaði
  • 1 dós kókosmjólk
  • 2 tsk vanilla
  • 2 dl soðnar svartar baunir (sjóða samkvæmt leiðbeiningum á pakka)
  • 1dl grófhakkaðar pistasíur
  • ½ dl hlynsíróp (lífrænt frá Bio Zentrale)
  • ½ dl kakónibbur

Aðferð:

Hitið kókosmjólkina að suðu og takið pottinn af hellunni, brjótið niður súkkulaðið í kókosmjólkina og bræðið ( í c.a 1-2 min), bætið við vanilludropum, hrærið þessu vel saman í um það bil mínútu, látið kólna eða setjið í kalt vatnsbað, hrærið þar til það verður kalt ef liggur á.

  1. Skolið og þerrið svörtu baunirnar vel, setjið á pönnu ásamt hlynsírópinu látið „karamelluserast“ á meðalháum hita þar til vökvinn er nánast horfinn, hrærið vel á meðan og passið að þær brenni ekki, kælið
  2. Setjið baunir, nibbur og pistasíur saman við kókosmjólk/- súkkulaði blönduna og setjið í ísvél. Ef þú átt ekki ísvél, setjið þá í frysti og hrærið reglulega, ef ísinn er borin fram beint úr frysti þarf hann að standa í 10-20 min áður en hann er borin fram.

Áferðin á baununum verður eins og að bíta í födge þegar þær eru frosnar og sírópshúðunin gerir þær mjög ljúffengar.

Uppskrift er sett saman af Kristínu Steinarsdóttur kokki.