Grapenol skintoner með C-vítamíni

30 May 2017

Nú hefur Solaray sent frá sér nýja og afar spennandi vöru sem við hjá Heilsuhúsinu kynnum með stolti; Grapenol skintoner með C-vítamíni.

Byggðu upp fallega húð sem ljómar af heilbrigði
Það má segja að þessi vara hafi slegið í gegn frá því Solaray kynnti hana til sögunnar. Kannski engin furða því hún hefur frábær áhrif á húðina með því að byggja hana upp innan frá. Stundum gleymist að húðin er stærsta líffæri líkamans sem þarf að sinna vel. 

En hvað er það í Grapenol sem hefur svona góð áhrif á húðina?
Jú, Grapenol frá Solaray er andoxunarefna-bomba sem hjálpar líkamanum að auka framleiðslu á kollageni. Þetta merkilega fæðubótarefni getur að auki dregið úr bjúg og minnkað bólgur í húð. Húðin verður sjáanlega betri og ljómar af heilbrigði.

Virku innihaldsefnin í Grapenol eru OPC (Oligomeric Proanthocyanidins), sem er hópur virkra  bíóflavoníða, C-vítamín og sítrónu extrakt. OPC er unnið úr vínberjasteinum og furuberki og er náttúrulegt efnasamband sem er í flestum ávöxtum og grænmeti. OPC finnst þó ekki í nægu magni í daglegu mataræði okkar til að hafa næringarfræðileg áhrif á líkamann og það litla sem næst úr hráum mat hverfur við eldun. Þessi bíóflavoníð stuðla að auknu blóðflæði í háræðum og geta þannig unnið gegn öldrun húðar. C-vítamín þekkja allir vel en það styður við eigin framleiðslu líkamans á kollageni og fær svo dygga hjálp frá OPC. Sítrónu extraktinn veitir svo húðinni frísklegt og fallegt yfirbragð.

Þessi vara fær fimm stjörnur af fimm mögulegum af notendum. Mælt er með einu hylki daglega með mat og með því að taka inn Grapenol frá Solaray byggir þú upp fallega og heilbrigða húð innan frá.

GRAPENOL SKIN TONER BYGGIR UPP HÚÐINA INNANFRÁ. GRAPENOL GETUR:

  •     AUKIÐ FRAMLEIÐSLU KOLLAGENS 
  •     AUKIÐ TEYGJANLEIKA HÚÐARINNAR 
  •     MINNKAÐ BÓLGUR 
  •     AUKIÐ BLÓÐFLÆÐI 
  •     UNNIÐ GEGN ÖLDRUN HÚÐARINNAR 
  •     VEITT HÚÐINNIFALLEGT YFIRBRAGÐ


Komdu við í næsta Heilsuhúsi eða kíktu í netverslun Heilsuhússins og kynntu þér þessa spennandi vöru frá Solaray.