Grillað grænmeti með kjúklingabaunapasta fyrir tvo

13 Jun 2017

Þessi próteinríka og glútenlausa uppskrift inniheldur rauðlauk, papriku og tómata sem er blandað saman við silkimjúkt eggaldin, basilíku, hvítlauk og pestó sem er að lokum öllu blandað saman við kjúklingabaunapasta frá Profusion.

Uppskrift:

Grænmetið:
2 paprikur, niðurskornar
1 stórt eggaldin, skorið í bita
1 rauðlaukur, skorin þunnt
2 hvítlauksrif (með hýðinu)
Ólífuolía (dass)
Svartur pipar
2 handfylli kirsuberjatómatar, skornir í helminga
2 handfylli fersk basilíka, söxuð gróflega

Pastað:
160-200 gr. Profusion Chickpea Fusilli pasta
2 msk. pestó að eigin vali
Extra virgin ólífuolía (dass)

Aðferð:

Forhitaðu ofnin í 180 gráður.

  • Settu niðurskorna paprikuna, eggaldinið og rauðlaukinn á ofnplötu ásamt hvítlauknum (með hýðinu) og blandaðu ólífuolíu saman við. Kryddaðu með salti og pipar og settu í ofn í 20 mínútur. Hrærðu í grænmetinu eftir 20 mínútur og bættu tómötunum við og hitaðu áfram í 20 mínútur eða þangað til grænmetið er orðið mjúkt.
  • Eldaðu pastað í söltuðu vatni (samkvæmt uppskrift á pakka) á meðan grænmetið er í ofninum. Síaðu vatnið frá pastanu og settu það á pönnu á lágum hita með pestóinu og hrærðu saman ásamt extra virgin ólífuolíunni.
  • Þegar grænmetið er tilbúið, taktu þá hýðið af hvítlauknum og hentu því. Kremdu hvítlaukinn og blandaðu honum saman við einni teskeið af ólífuolíu og hrærðu saman við grænmetið.
  • Blandaðu að lokum grænmetinu saman við pastað og kryddaðu að vild.

Njótið!

Uppskrift fengin að láni frá vefsíðunni profusionorganic.co.uk