Langa með grænkálspestói

28 Jun 2017

Langa með grænkálspestói sem á eftir að slá í gegn hjá börnum jafnt sem fullorðnum. Pestóið bragðast líka dásamlega eitt og sér, á brauð eða kex.

Uppskrift fyrir þrjá.

  • 500 gr. langa eða þorskur
  • 250 gr. sveppir, smátt skornir og steiktir létt á pönnu með hvítlauk og olíu
  • Ferskur fetaostur, ca hálfur, skorin í bita
  • ½ bolli valhnetur, ristaðar á pönnu
  • Grænkálspestó, sjá uppskrift hér (gott að gera tvöfalda uppskrift)

Aðferð:
Ofninn er stilltur á 180 gráður. Fiskurinn er skorin niður og settur í eldfast mót. 1/3 af pestóinu er sett yfir fiskinn. Valhnetum, fetaosti og sveppunum stráð yfir. Bakað í ofni í sirka 20 mínútur.

Tilvalið að bera fram með fersku salati, grænkálspestói og  Profusion pastanu.