Kókos íspinnar 8 stk.

06 Jul 2017

Bragðgóðir og kælandi íspinnar með mjólkurlausum kókosdrykk frá Rude Health. Einföld og fljótleg uppskrift.

Magn: 8 íspinnar (fer þó eftir stærð á íspinnamótum)

Innihaldsefni:

  • 250 ml Rude Health Coconut Drink
  • 250 ml kókosmjólk (hrist)
  • 50 gr Grísk jógúrt
  • 40 gr hunang

Aðferð:

Öllu er hrært saman í skál. Blöndunni er helt í íspinnamót og sett varlega í frystir. Fryst í að minnsta kosti 4 tíma eða þar til íspinnarnir eru orðnir stinnir.

Athugið! Ef notuð er kókosmjólk í dós er mikilvægt að hrista hana vel áður henni er blandað við önnur innihaldsefni.