Nakd krukka með berjum og kókos

10 Aug 2017

Uppskrift í fjórum skrefum að bragðmiklum og heilsusamlegum morgunmat sem er stútfullur af berjum og kókos. Uppskriftin er í eina krukku.

Innihaldsefni:

150 gr. kókosjógúrt
1 stk. Nakd Delight hrábar
100 gr. fersk hindber
Nakd Coconut nibbles
Rifinn kókos

Aðferð:

1. Skolaðu hindberin og undirbúðu öll hráefnin. 

2. Flettu út Nakd Berry Delight hrábarin með höndunum eða með kökukefli. Settu hrábarinn neðst í krukkuna þannig að hann myndi neðsta undirlagið.

3. Bættu einu lagi af kókosjógúrti og hindber þar ofan á og kóksoflögum ofan á hindberin. Bættu síðan einu lagi af kókosjógúrtinni og drissaðu að lokum yfir með Nakd Coconut Bliss nibbles.

4. Settu krukkuna í ísskáp yfir nótt og njóttu þess að vakna daginn eftir og bragða á þessum góða morgunverði.

 

Heimild: www.naturalbalancefoods.uk