Afhjúpaðu þina innri og ytri fegurð

05 Sep 2017

Heilsuhúsið kynnir nýja og glæsilega förðunarlínu frá Dr. Hauschka. Gríðarleg þróunarvinna liggur að baki þessarar nýju vörulínu sem er sett á markað til að fagna 50 ára afmæli Dr. Hauschka.

Förðunarlínan er hluti af andlitslínu Dr. Hauschka og er henni ætlað að undirstrika fegurð manneskjunnar og styrkja heilbrigði húðarinnar. Um er að ræða hágæða förðunarvörur sem eru Natrue vottaðar og margar hverjar vegan. Vörurnar eru paraben fríar og ekki prófaðar á dýrum. 

Vörulínan samanstendur af farða, maskara, hyljara, púðri, kinnalit, augnskugga, glossi, varalit, varablýanti og fleiru. Til að kóróna þessa flottu förðunarlínu, þá eru einnig í boði sex frábærir förðunarburstar.

Vel valdir litir gefa náttúrulegt og fallegt útlit og passa fyrir öll tækifæri, allan ársins hring. Módelið fékk náttúrulega förðun með vörunum hér á síðunni. 
Dr. Hauschka förðunarvörurnar fást í Heilsuhúsinu Kringlunni, Laugavegi og Akureyri. Komdu við og kynntu þér þessar frábæru gæðavörur!