Bláberjasulta

11 Sep 2017

Um þessar mundir eru margir í berjamó enda aðalbláberjatíminn um þessar mundir.  Hvernig væri að prófa eitthvað nýtt og búa til þína eigin dásemdarsultu. 

Þú færð allt hráefni til sultugerðarinnar hjá okkur.  Lífrænn sultuhleypir fæst verslunum og netverslun Heilsuhúsinu. 

Hráefni:

  • 1 kg bláber úr íslenskri náttúru
  • 400-700 gr hrásykur ( minni sæta - hollari kostur)
  • 1 poki lífrænn sultuhleypir

Einn skammtur er fyrir 1 kg af ávöxtum/grænmeti

Eldið aðeins í 10 mínútur 

Dragið úr sykurmagni því hleypirinn inniheldur hrásykur

Aðferð:

  • Ávextir 1 kg. Blandið með 400 – 700 g af hrásykri, í samræmi við sýrustig ávaxtanna og eftir smekk!
  • Láta ávexti liggja í bleyti þar til sykur er uppleystur.
  • Blandan er soðin í 5 mínútur og hrærið á sama tíma.
  • Bætið poka af hleypi við og sjóðið í 5 – 10 mínútur til viðbótar á meðan hrært er.
  • Til að prófa sultuna, er gott að hella nokkrum dropum á disk og kæla til að sjá þykktina. Ef réttri þykkt er ekki náð má bæta eldunar tíma við.
  • Setja sjóðandi sultuna í hreinar krukkur, loka þeim. Ekki gleyma að merkja þær!