Kókos karrýálegg

11 Oct 2017

Gott álegg að nota ofan á brauð, sem meðlæti eða blandað saman við steikt grænmeti.

 
Gerir 250 gr. Tekur 5 mínútur
 
Innihald:
 • 1 msk sesamolía
 • Innihald úr 1 YOGI ginseng tepoka
 • Innihald úr 1 YOGI classic tepoka
 • Innihald úr 1 YOGI himalaya tepoka
 • 175 ml kókosmjólk
 • 1 msk tómatpúrra eða lífræn tómatsósa
 • 1 msk síróp (kókos, agave eða döðlu)
 • 1 tsk lime safi
 • Smá sjávarsalt
 • 125 gr saxaðir tómatar – takið fræin úr
Aðferð:
 1. Ristið innihald tepokanna í sesamolíunni í 1 mínútu
 2. Setjið allt nema tómatana á pönnuna og látið malla í 3 mínútur
 3. Slökkvið undir pönnunni og setjið tómatana útá
 4. Takið af hitanum og látið kólna