Kókos- og súkkulaðibitakökur

11 Oct 2017

Dásamlegar kökur sem tekur aðeins 20 mínútur að skella í.

 
Gerir 6 stk. Tekur 20 mínútur
 
Innihald:
 • 45 gr kókosmjöl
 • 3 msk síróp (kókos, agave eða döðlu)
 • 6 msk fljótandi kókosolía
 • 15 dropar vanillu extrakt
 • Innihald 1 poka af YOGI choco tei
Aðferð:
 1. Ristið kókos og innihald tepokans á þurri pönnu við miðlungs hita í 3 mínútur
 2. Bætið við vanillu, sírópi og kókosolíu og steikið áfram í 2 mínútur
 3. Setjið í frystinn í 5 mínútur
 4. Takið úr frystinum og mótið í kúlur eða litla ferhyrninga
 5. Frystið í 10 mínútur í viðbót
 6. Geymið í kæli eða frysti