Rauð súpa fyrir hjartað

11 Oct 2017

Maukuð súpa með tómötum, papriku og kókosmjólk.

4 litlir eða 2 stærri skammtar
Eldunartími:15 mínútur
 
Innihald:
 • 200 gr tómatar
 • 300 gr rauð paprika
 • 60 gr kókosmjólk
 • Sjávarsalt eftir smekk
 • Innihald úr 1 poka YOGI heartwarming te
Aðferð:
 1. Skerið tómata og papriku niður
 2. Setjið í pott með nægu vatni, þó ekki þannig að það fljóti yfir
 3. Setjið lok á pottinn og sjóðið í 8 mínútur
 4. Bætið við innihaldi tepokans og sjóðið áfram í 2 mínútur
 5. Slökkvið undir og bætið kókosmjólkinni við
 6. Maukið súpuna með töfrasprota eða í blandara og smakkið til með salti
 7. Gott að bera fram með fersku basil og svörtum pipar